Friday, August 6, 2010

Gæði eða magn, gaaaamla tuggan.


Miðað við byrjunina get ég ekki lofað ykkur tíðari bloggfærslum en einni á viku. Þannig er það bara. Nefnilega tíminn, sem líður of hratt.

Var að koma af Hornströndum og frá Ísafirði. Eins klisjulega og það hljómar, var gangan á Hornströndum afar endurnærandi og endalaus orkuuppspretta. Nú vil ég bara fjallgöngur, fjallgöngur, fjallgöngur (en ekki tjöld þó). En aftur er það tíminn sem líður of hratt. Beit það í mig að fara í Kverkfjöll í sumar en það er ekki að fara að gerast. Er mega pirruð yfir því en verður að bíða næsta sumars.

Alltaf þegar ég hugsa um komandi tíma, held ég í ofurbjartsýni minni að ég geti gert þúsund hluti. Raunin er náttla sú að kannski 10% af þeim eru framkvæmanlegir jafnvel þegar ég er upp á mitt duglegasta. Svo margar bækur, svo margir staðir, svo margar kvikmyndir, svo margar hugsjónir, svo mörg verkefni…og fólk náttla.

eeeen af hverju er maður að reyna að komast í gegnum þetta allt? Ávallt munu verða fleiri bækur, myndir, staðir, dót sem maður kemst ekki yfir. Er það til þess að vera samræðuhæfur ?(samanber að ég er það ekki þessa dagana þar sem ég hef ekki séð Inception) Er það fyrir eigin sjálfsþroska og skilning? Nær maður sjálfsþroskanum frekar á 100 bókum á ári en 10?

Með árunum hallast ég nú eðlilega frekar af gæði en magni (45 Ísfólksbækur á 6 vikum 97 á móti þremur Blikktrommum Günter Grass árið 2007...ekki að ég haldi upp á Blikktrommuna neitt svakalega)

En þetta er og verður frústererandi, ég óska þess mjög að vera ofvirk og sofa bara 4 tíma á nóttu og koma öllu í verk. Ain't gonna happen beibís.

Var annars að lesa góða bók, Býfluga eða The Other Hand eftir Christ Cleave. Þótt að stíll og persónusköpun sé bara í meðallagi þá er pólitískur "boðskapur" hennar afar mikilvægur, en hún gerir illri meðferð á flóttamönnum í Bretlandi góð skil. Catching bók er góð leið til þess að vekja athygli á þessum málaflokki sem svo margir vilja skella skollaeyrunum við.

Dettur hvorki manneskja né kvikmynd bloggfærslunnar í hug. Hornstrandir eru staðurinn og kannski litlu rebbarnir þar "manneskjur" færslunnar! Er svo að fara í Þórsmörk um helgina til þess að seðja fjallgöngublætinu! Alla vega eitthvað.

Megiði eiga gæfuríka tíð lömbin góð.

nanbrauð.

No comments:

Post a Comment