Monday, July 26, 2010

átta árum seinna,

...eftir fyrsta bloggæðið, byrja ég loksins. Að koma þessum lítilræðum niður á blogg.

Man svoo eftir þessu, þegar internetið fór að verða dominerandi, fólk flykktist í tölvustofurnar í frímó í MR og ég fylgdi með, bara upp á félagsskapinn. Þótt ég hefði ekkert að gera þarna í tölvustofunni, byrjaði ég samt ekki að blogga eða skrifa á umræðuvef framtíðarinnar eins og hinir. (btw er hann enn til?)

ástæðan er og var einfaldlega hin ótrúlega sjálfsritskoðun sem ég er haldin. Mér er svosum nett sama (samt bara nett) hver les þetta og hvað þeim finnst um. ritskoðunin beinist aðallega að framtíðarmér. Svo oft vill gerast að um leið og ég pósta einhverju á netið, fæ ég þennan mikla kjánahroll yfr því. getur náttla verið að komment mín og skrif séu alveg yfirmáta kjánaleg. En hvað um það, mig langar samt að tjá mig, kjánalega, alvarlega, bullandi, bara eitthvað.

Sjæse, það er ekkert grín í þessari fyrstu bloggfærslu minni. jæja, jæja, whatever. Var að lesa gamla asíubloggið okkar um daginn. far-away-istan.blogspot.com. Hafdís (sem gaf okkur bloggið), skrifaði fyrstu færsluna, fannst hún vera sjæse en sagði það vera í lagi, því fyrstu bloggfærslur væru alltaf lélegar.

ég er að hugsa um að hafa fast liði í bloggfærslum mínum eins og skemmtilegar bækur sem ég hef lesið, góðar bíómyndir, þið vitið. Og kannski nefni ég stundum manneskju dagsins. Gladdi mig svoo þegar ég fékk þann heiður frá helga hrafni á blómaskeiði bloggsins 2002-2003.

Bók þessarar færslu er hin frábæra „Peð á plánetunni jörð" sem kvenkyns leshestar minnar kynslóðar dýrkuðu árið 95. Las hana nýverið, þar sem rithöfundurinn sjálfur, tengdamóðir mín gaf mér hana. (svona íslensk PR spilling strax komin á bloggið) Fáar barnabækur úr æskunni hafa elst jafnvel og þessi, ég skellti oft upp úr mér að óvörum þar sem ég geri það sjaldan yfir bókum.


Var einnig að horfa á the Tenant eftir Polanski um daginn. Hún var góð en fyrst og fremst furðuleg á aðlaðandi hátt. Polanski er líka semi heitur á enn furðulegri hátt.

Ok nún er þetta eflaust orðið of langt, krakkar, ég kann þessi fræði eigi.

Því lýk ég þessum orðum á að skora á alla að hefja bloggun að nýju!

og husk...
at ta' det go' med det onde! (stolið frá lars og svo rut)


nnnnn

7 comments:

  1. Ef þú verður búin að blogga í hálft ár án þess að útnefna mig sem manneskju dagsins verð ég sár! En þá er líka eins gott ég verði nafnbótarinnar verð. Hvað ef ég læka rosa mikið á facebookið þitt? Eða flyst gott karma kannski ekki á milli netsíðna?

    ReplyDelete
  2. Já. Þú þarft kannski eitthvað að vinna fyrir því. En það þarf nú ekki að vera meira en eitt lítið væmið bros. þú veist ég dýrka þau. ég er ekki alveg komin út í þessi like-viðskipti.Svo er líka ágætis leið til þess að fá þessa ágætu nafnbót að koma með skemmtileg komment um innihald færslanna.

    ReplyDelete
  3. Jei, gaman að þú sést að fara að blogga! Ég varð svokallaður "follower" (hef aldrei séð þann fítus áður). Vona að það þýði ekki að ég sé gengin í einhvers konar sértrúarsöfnuð.

    ReplyDelete
  4. Framtíðarspjallið er enn inni á Framtíðarsíðunni. Held vísu að það sé steindautt þar sem Skólafélagsspjallið var stóreflt þegar ég var í MR.

    Annars gaman að þú sért byrjuð að blogga. Sjálfur hef ég verið að íhuga að byrja aftur í frekar langan tíma.

    ReplyDelete
  5. hah, gott að byrja á því að segja að barnanauðgari sé "semi-heitur".

    en já nannfríður, þú er komin í rssið hjá mér.

    ReplyDelete
  6. En ég er búinn að blogga, og það virðist hálf tilgangslaust að blogga eftir það...? Gangi þér samt vel.

    ReplyDelete
  7. Ég er ánægð með þig. Nú er bara að drita! :)

    ReplyDelete